Rautt spjald og hasar í stórleiknum í Víkinni

Gylfi Þór Sigurðsson úr Víkingi og Valgeir Valgeirsson hjá Breiðalbiki …
Gylfi Þór Sigurðsson úr Víkingi og Valgeir Valgeirsson hjá Breiðalbiki eigast við. Stígur Diljan Þórðarson fylgist með. mbl.is/Ólafur Árdal

Víkingur og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Víkingur er áfram í öðru sæti en nú með 39 stig. Breiðablik er áfram í fjórða með 32 og leik til góða.

Fyrri hálfleikurinn var mikil skemmtun og bæði lið sköpuðu sér færi framan af. Það skilaði sér í marki á 7. mínútu þegar Tobias Thomsen skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni og skalla frá Damir Muninovic.

Víkingar svöruðu markinu vel, sköpuðu sér nokkur færi og Óskar Borgþórsson nýtti eitt slíkt á 17. mínútu þegar hann tók við boltanum eftir langa sendingu frá Oliver Ekroth, stakk Kristin Jónsson af og skoraði með góðu skoti í hornið, hægra megin í teignum.

Stígur Diljan Þórðarson var nálægt því að koma Víkingi yfir á 25. mínútu þegar hann skaut í nærstöngina vinstra megin í teignum. Karl Friðleifur Gunnarsson skallaði svo rétt framhjá á 28. mínútu.

Daníel Hafsteinsson fékk svo úrvalsfæri til að koma víkingi yfir á 37. mínútu er hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Helga Guðjónssyni en Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks varði glæsilega og sá til þess að staðan í hálfleik var 1:1.

Breiðablik varð fyrir áfalli á sjöundu mínútu seinni hálfleiks þegar Viktor Karl Einarsson fékk beint rautt spjald fyrir að taka Daníel Hafsteinsson niður rétt utan teigs. Ívar Orri Kristjánsson dómari mat það sem svo að Viktor hafi verið aftasti maður.

Víkingar tóku stjórn á leiknum eftir rauða spjaldið og sóttu mikið næstu mínútu. Það endaði með því að Valdimar Þór Ingimundarson skoraði á 62. mínútu með skoti af stuttu færi eftir góða sókn og sendingu frá Stíg.

Það var svo algjörlega gegn gangi leiksins þegar Arnór Gauti Jónsson jafnaði á 73. mínútu með marki af stuttu færi eftir að Damir skallaði boltann áfram eftir hornspyrnu frá Höskuldi.

Víkingur R. 2:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.) á skalla sem er varinn Davíð Örn með fyrirgjöf frá hægri og Valdimar skallar beint í fangið á Antoni úr erfiðu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert