Mikið hefur verið rætt og ritað um markið sem Ísland skoraði í lokin gegn Frakklandi í leik liðanna í undankeppni HM karla í fótbolta á Parc des Princes leikvanginum í París í gærkvöld.
Andri Lucas Guðjohnsen virtist þá hafa jafnað metin í 2:2 en eftir að Kylian Mbappé kvartaði í dómaranum fór hann í skjáinn og dæmdi markið af þar sem Andri hefði komið við treyjuna hjá Ibrahima Konaté í aðdraganda marksins.
Alex Nicodim myndaði leikinn fyrir mbl.is og Morgunblaðið og hér er myndasyrpa af markinu.
Andri Lucas skýtur að marki en Mike Maignan í markinu nær að verja. Ibrahima Konaté liggur eftir.
Ljósmynd/Alex Nicodim
Andri Lucas Guðjohnsen fylgir á eftir þegar Mike Maignan hafði náð að verja frá honum.
Ljósmynd/Alex Nicodim
Andri Lucas fylgir boltanum eftir yfir marklínuna. Mike Maignan markvörður er sigraður. Malo Gusto og Sævar Atli Magnússon fylgjast með.
Ljósmynd/Alex Nicodim
Andri Lucas fylgir á eftir, boltinn liggur í netinu og Ísland virðist vera búið að jafna, 2:2.
Ljósmynd/Alex Nicodim
Kristian Nökkvi Hlynsson og Sævar Atli Magnússon, fagna Andra Lucasi en gleðin var skammvinn því dómarinn dæmdi markið af.
Ljósmynd/Alex Nicodim