Íhugaði alvarlega að hætta með landsliðið

Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson. AFP/Sebastien Bozon

„Ég hugsaði alveg hvort ég ætti að hætta eða ekki,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í Fyrsta sætinu.

Þorsteinn stýrði íslenska liðinu á Evrópumótinu 2025 í Sviss í sumar en þetta var hans annað stórmót með liðið eftir að hafa tekið við þjálfun þess í janúar árið 2021.

Þurfti að gera breytingu á starfsliðinu

Framtíð Þorsteins með kvennalandsliðið var mikið í umræðunni eftir að Evrópumótinu í Sviss lauk í sumar en Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu gegn Finnlandi, Sviss og Noregi.

„Ég velti því mikið fyrir mér hvort að þetta væri rétti tímapunkturinn til þess að hætta, að kalla þetta bara gott, segja takk fyrir mig og bless,“ sagði Þorsteinn.

„Ég tók þá ákvörðun að halda áfram, það er bara áfram gakk og ég taldi, til þess að ég gæti haldið áfram, að ég þyrfti að gera breytingu á starfsliðinu mínu.

Ég var alls ekki óánægður með þá eða neitt slíkt, Ási og Óli eru báðir góðir vinir mínir og það er mjög gott að vinna með þeim, en ég taldi að ég þyrfti ferskar raddir með mér,“ sagði Þorsteinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert