Útskýrir af hverju hann lét fjölmiðlamenn heyra það

Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson. AFP/Francic Coffrini

„Ég mætti í viðtal og skammaði ykkur aðeins, einu sinni, en í því tilfelli var það leikmaðurinn sem var brjálaður yfir spurningunni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í Fyrsta sætinu.

Þorsteinn stýrði íslenska liðinu á Evrópumótinu 2025 í Sviss í sumar en þetta var hans annað stórmót með liðið eftir að hafa tekið við þjálfun þess í janúar árið 2021.

Vissi ekki nafnið á blaðamanninum

Þorsteinn lét íslenska fjölmiðlamenn heyra það duglega á blaðamannafundi fyrir lokaleikinn gegn Noregi en hann var þá ósáttur með spurningu sem leikmaður liðsins fékk á æfingu liðsins deginum áður.

„Leikmaðurinn kom til mín og var ósáttur með spurninguna sem hún fékk, á þessum tímapunkti í mótinu,“ sagði Þorsteinn.

„Þegar ég mæti svo á fjölmiðlafundinn þá hafði ég ekki hugmynd um það hver spurði þessarar tilteknu spurningar því leikmaðurinn vissi ekki nafnið á honum.

Auðvitað er ég mannlegur og þráðurinn í mér getur alveg verið stuttur. Þá blæs ég og ég á erfitt með að segja ekki hvað mér finnst,“ sagði Þorsteinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert