Víkingur í kjörstöðu eftir ótrúlegan leik

Víkingur tók stórt skref í áttina að Íslandsmeistaratitli karla í fótbolta með sigri á Stjörnunni, 3:2, á útivelli í 24. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er nú með 48 stig, sjö stigum meira en Valur og Stjarnan þegar þrjár umferðir eru eftir.

Víkingur getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á sunnudag þegar FH-ingar koma í heimsókn í Fossvoginn.

Stjörnumenn byrjuðu með látum í kvöld því Örvar Eggertsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Samúel Kára Friðjónssyni.

Nikolaj Hansen stekkur hærra en Guðmundur Kristjánsson og skallar boltann …
Nikolaj Hansen stekkur hærra en Guðmundur Kristjánsson og skallar boltann í mark Stjörnunnar á lokamínútu fyrri hálfleiks. mbl.is/Eyþór

Víkingar voru ekki af baki dottnir því Helgi Guðjónsson jafnaði á 9. mínútu með góðri afgreiðslu í teignum eftir sendingu frá Valdimar Þór Ingimundarsyni.

Víkingsliðið var sterkara eftir jöfnunarmarkið og stýrði ferðinni, án þess þó að skapa sér mikið af færum.

Þeir nýttu eitt slíkt í upphafi uppbótartímans í fyrri hálfleik því þá kom Nikolaj Hansen Víkingi yfir með góðum skalla úr teignum eftir fyrirgjöf frá Daníel Hafsteinssyni. Var það síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 2:1.

Nikolaj Hansen fagnar eftir að hafa komið Víkingum í 2:1.
Nikolaj Hansen fagnar eftir að hafa komið Víkingum í 2:1. mbl.is/Eyþór

Seinni hálfleikur var töluvert lokaðri og gekk báðum liðum illa að skapa sér opin færi. Bæði lið áttu einhverjar tilraunir utan teigs en hvorugur markvörðurinn hafði þurft að verja eitt einasta skot í seinni hálfleik þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Þegar allt stefndi í Víkingssigur tókst Stjörnunni að jafna í uppbótartíma þegar Örvar skoraði sitt annað mark með skalla af stuttu færi eftir mikinn darraðardans og sendingu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni.  

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Guðmund Kristjánsson og Samúel …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Guðmund Kristjánsson og Samúel Kára Friðjónsson. mbl.is/Eyþór

Það dugði Stjörnunni hins vegar ekki því Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings á sjöttu mínútu uppbótartímans eftir mistök hjá Samúel Kára Friðjónssyni og þar við sat.

Stjarnan 2:3 Víkingur R. opna loka
90. mín. Örvar Eggertsson (Stjarnan) skorar 2:2 - STJÖRNUMENN JAFNA! Örvar skallar í netið af stuttu færi eftir sendingu fyrir markið hjá Guðmundi. Sex mínútur í uppbótartíma og hvað gerist næst? Rétt fyrir markið bjargaði Sveinn Gísli á marklínu en Stjörnumenn héldu áfram og náðu að koma boltanum inn fyrir línuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka