Barnastjarna sem lenti á vegg

Andri Fannar Baldursson er kominn aftur í A-landsliðið.
Andri Fannar Baldursson er kominn aftur í A-landsliðið. mbl.is/Eyþór

Andri Fannar Baldursson er í landsliðshópi Íslands í fótbolta fyrir leikina við Frakkland og Úkraínu í undankeppni HM síðar í mánuðinum.

Andri vann sér ungur inn sæti í landsliðinu en hann hefur þurft að bíða í fjögur ár eftir því að spila mótsleik.

Miðjumaðurinn hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár en er í dag orðinn mikilvægur hlekkur í Kasimpasa í efstu deild Tyrklands.

„Því miður hefur hann verið gleymdi aðilinn í íslenskum fótbolta. Hann var 18 ára gamall þegar hann var að spila á San Siro. Hann var einn allra besti leikmaðurinn okkar í yngri kynslóðinni.

Það er gott að hann sé kominn í hópinn aftur, er meiðslalaus og að spila í sterkri deild. Það er gleðiefni fyrir íslenskan fótbolta.

Hann var barnastjarna og á frábærri leið, en svo hleypur þú stundum á vegg. Þetta var ekki ósvipað hjá Ísaki og það ber að hrósa þessum strákum fyrir að vera með sterkan haus og trúa því að jólin komi aftur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Andra í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert