Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir tvær breytingar á hópnum sem mætir Úkraínu og Frakklandi á Laugardalsvelli í D-riðli undankeppni HM 2026 í október.
Arnar valdi 24 leikmenn fyrir verkefnið en Andri Fannar Baldursson, leikmaður Kasimpasa í Tyrklandi, kemur inn fyrir Willum Þór Willumsson, leikmann Birmingham á Englandi, sem er meiddur. Andri Fannar lék síðasta keppnisleik fyrir Ísland árið 2021 eða fyrir fjórum árum.
Þá kemur Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Al Gharafa í Katar, einnig inn fyrir Hjört Hermannsson, leikmann Volos í Grikklandi. Hjörtur kom inn í hópinn fyrir Aron á síðustu stundu í síðasta verkefni.
Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði er enn að glíma við meiðsli og verður því ekki með. Þá eru leikmenn eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson ekki valdir.
Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland - 9/0
Hákon Rafn Valdimarsson, Brentford - 20/0
Anton Ari Einarsson, Breiðablik - 2/0
Varnarmenn:
Logi Tómasson - Samsunspor - 10/1
Mikael Egill Ellertsson, Genoa - 23/1
Daníel Leó Grétarsson, Sönderjyske - 26/0
Aron Einar Gunnarsson, Al Gharafa - 107/5
Sverrir Ingi Ingason, Panathinaikos - 61/3
Guðlaugur Victor Pálsson, Horsens - 52/3
Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia - 7/0
Miðjumenn:
Gísli Gottskálk Þórðarson, Lech Poznan - 0/0
Ísak Bergmann Jóhannesson, Köln - 37/6
Þórir Jóhann Helgason, Lecce - 20/2
Stefán Teitur Þórðarson, Preston - 32/1
Hákon Arnar Haraldsson, Lille - 24/3
Albert Guðmundsson, Fiorentina - 42/11
Kristian Nökkvi Hlynsson, Twente - 6/1
Andri Fannar Baldursson, Kasimpasa 10/0
Jón Dagur Þorsteinsson, Hertha Berlín - 48/6
Mikael Neville Anderson, Djurgården - 33/2
Sóknarmenn:
Sævar Atli Magnússon, Brann - 7/0
Andri Lucas Guðjohnsen, Blackburn - 36/10
Brynjólfur Darri Willumsson, Groningen 3/1
Daníel Tristan Guðjohnsen, Malmö - 2/0