Lygilegar lokamínútur í Vesturbænum

Orri Hrafn Kjartansson úr KR með boltann í dag.
Orri Hrafn Kjartansson úr KR með boltann í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

KR og Afturelding gerðu 2:2 jafntefli í æsispennandi fallbaráttuslag í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag. 

Lokamínútur leiksins voru hreint út sagt ótrúlegar þar sem þrjú mörk voru skoruð á rúmum fimm mínútna kafla.

KR-ingar byrjuðu betur

KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og voru sterkari í fyrri hálfleik. Eftir einungis 9. mínútna leik vildu heimamenn fá víti þegar Orri Hrafn Kjartansson féll í teig Aftureldingar en Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, var ekki á því og hélt leikurinn því áfram.

Fjórum mínútum síðar skoruðu KR-ingar fyrsta mark leiksins, en þá lagði Aron Sigurðarson boltann fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson sem var einn og óáreittur í teig Mosfellinga og kláraði af miklu öryggi. 

Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en færi voru fá og staðan því 1:0 KR í vil þegar flautað var til hálfleiks. 

Allt í járnum í seinni hálfleik

Fyrstu mínútur seinni hálfleiks fóru rólega af stað. Á 58. mínútu komst Afturelding síðan nærri því að jafna metin þegar Hrannar Snær Magnússon skallaði fast að marki KR-inga, en Halldór Snær varði vel í marki KR-inga. 

KR svaraði tveimur mínútum síðar tveimur með hættulegum skotum frá Micheal Akoto og Aroni Sigurðarsyni eftir mistök í marki Aftureldingar í kjölfar hornspyrnu. 

Dramatík fram á síðustu mínútu

Sóknarþungi gestanna jókst undir lokin og fékk Afturelding vítaspyrnu á 89. mínútu þegar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson braut á Hrannari Snæ í vítateig heimamanna. Þá fór Aron Elí Sævarsson, fyrirliði gestanna, á punktinn og jafnaði metin af miklu öryggi. 

Dramatík leiksins náði hámarki í uppbótartíma þegar Michael Akoto kom KR yfir á 94. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aroni Sigurðarsyni.

Allt ætlaði upp úr að sjóða og fékk Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að líta rauða spjaldið eftir seinna mark KR-inga.

Vesturbæingar fögnuðu of snemma

Það leit því allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að sigla sigrinum heim, enda einungis 2 mínútur eftir af uppbótartíma leiksins. 

Leikmenn Aftureldingar voru þó hvergi nærri hættir, en aðeins mínutu síðar, á 95. mínútu, jafnaði Elmar Kári Enesson Cogic metin að nýju eftir hraða sókn Aftureldingar við gífurlegan fögnuð gestanna. 

Lokatölur leiksins því 2:2 og eru bæði lið í afar krefjandi stöðu á botni neðri hluta deildarinnar þegar einungis tvær umferðir eru eftir og sex stig í pottinum. 

Næsti leikur KR-inga er gegn ÍBV á heimavelli sunnudaginn 19. október. Þá mætir Afturelding Vestra í Mosfellsbæ sama dag. 

Eiður Gauti Sæbjörnsson fagnar eftir að hafa komið KR yfir …
Eiður Gauti Sæbjörnsson fagnar eftir að hafa komið KR yfir í leiknum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal
KR 2:2 Afturelding opna loka
96. mín. Leik lokið 2:2 - Leik lokið í Vesturbæ eftir gjörsamlega sturlaðar lokamínútur. Ég hafði hreinlega ekki í við að lýsa þessu undir lokin. Þakka kærlega fyrir samfylgdina, viðtöl og nánari umfjöllun væntanleg innan skamms!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert