„Ég var föst upp í borunni á sjálfri mér“

„Mér finnst stutt síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Lára Kristín Pedersen í Dagmálum.

Lára Kristín, sem er 31 árs gömul, ákvað að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir farsælan feril þar sem hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari.

Ekkert meira en fínt

Í kveðjufærslu Láru á samfélagsmiðlinum Instagram sagðist Lára sjá eftir því að hafa ekki nýtt rödd sína betur utan vallar og var hún spurð út í þau orð í þættinum, sem og uppgang kvennaknattspyrnunnar á síðustu árum.

„Mér finnst erfitt að ræða árin á milli 2009 til ársins 2023, ég var föst upp í borunni á sjálfri mér,“ sagði Lára Kristín.

„Ég var bara að hugsa um það að koma sjálfri mér á framfæri sem knattspyrnukonu, ekki okkur sem knattspyrnukonum.

Á einhverjum tímapunkti fer ég að sjá ljósið og það hefur margt breyst en mér finnst líka ótrúlega margt eftir. Við erum á fínum stað en ég ætla ekki að segja neitt meira en það,“ sagði Lára Kristín meðal annars.

Viðtalið við Láru Kristínu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Lára Kristín Pedersen ásamt unnustu sinni Rebekku Sverrisdóttur á góðri …
Lára Kristín Pedersen ásamt unnustu sinni Rebekku Sverrisdóttur á góðri stundu. Ljósmynd/@larakpedersen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert