Lokahófið gleymdist

Ingvar Jónsson í leiknum gegn FH í kvöld.
Ingvar Jónsson í leiknum gegn FH í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara Víkings í knattspyrnu, segir að tímabilið sem nú er að enda sé búið að vera stórfurðulegt.

Vegna frábærs árangurs í Evrópukeppni léku Víkingar í Sambandsdeildinni fram í febrúar og þá var orðið stutt í að Íslandsmótið 2025 hæfist.

„Þetta var náttúrulega stórfurðulegt, við eigum enn þá inni lokahóf hjá félaginu því það gleymdist bara. Tímabilinu lauk einhvern veginn aldrei. Það er eins gott að það verði almennilegt hóf í ár!“ sagði Ingvar og hló þegar mbl.is ræddi við hann í kvöld eftir sigurinn á FH, 2:0, sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn 2025.

„Nei, nei, þetta bara var skrýtið og nýtt fyrir öllum. Það var mikið um vöðvameiðsli í hópnum en við fórum þetta eiginlega á breiddinni. Við vorum með fullt af leikmönnum sem spiluðu, og menn stigu upp þegar þess þurfti,“ sagði Ingvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert