FH er komið í góð mál í baráttunni um annað sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Þrótti, 4:0, á heimavelli sínum í gær. FH er nú með 45 stig, þremur stigum meira en Þróttur, þegar tvær umferðir eru eftir.
Þá er markatala FH mun betri og ætti FH-ingum að nægja sigur á heimavelli gegn Víkingi í næstu umferð til að tryggja sér annað sæti og sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili.
FH-ingar voru miklu sterkari allan leikinn og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri.
Breiðablik varð meistari á föstudagskvöld eftir sigur á Víkingi og eru góðar líkur á því að FH fylgi Blikum í Evrópukeppni.
Þór/KA hafði betur gegn FHL í Fjarðabyggðarhöllinni, 3:2. Hin 15 ára gamla Sigyn Elmarsdóttir skoraði þriðja mark Þórs/KA í uppbótartíma, skömmu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Markið var það fyrsta sem hún skorar í efstu deild í aðeins þriðja leiknum í meistaraflokki.
Þá skildu Fram og Tindastóll jöfn, 3:3, í öðrum markaleik. Fram komst í 3:1 en Skagfirðingar neituðu að gefast upp og tryggðu sér eitt stig. Því miður fyrir Tindastól dugði stigið skammt því að liðið féll á laugardaginn fyrir rúmri viku. Nokkuð er síðan botnlið FHL féll.
Fram – Tindastóll 3:3
0:1 Birgitta Rún Finnbogadóttir 20.
1:1 Mackenzie Smith 35.
2:1 Ólína Sif Hilmarsdóttir 37.
3:1 Eyrún Vala Harðardóttir 51.
3:2 Nicola Hauk 66.
3:3 Makala Woods 84.
M
Emma Young (Fram)
Kamila Pickett (Fram)
Katrín Erla Clausen (Fram)
Una Rós Unnarsdóttir (Fram)
Makala Woods (Tindastóli)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóli)
Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóli)
Hrafnhildur Salka Pálmad. (Tindastóli)
Dómari: Róbert Þór Guðmundsson – 7.
Áhorfendur: 79.
FHL – Þór/KA 2:3
0:1 Bríet Fjóla Bjarnadóttir 17.
0:2 Emelía Ósk Kruger 78
1:2 Alexia Czerwien 89.
1:3 Sigyn Elmarsdóttir 90.
2:3 Alexia Czerwien 90.
MM
Alexia Czerwien (FHL)
M
Katrín Edda Jónsdóttir (FHL)
Björg Gunnlaugsdóttir(FHL)
Calliste Brookshire (FHL)
Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA)
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA)
Emelía Ósk Kruger (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Dómari: Sveinn Arnarsson – 7.
Áhorfendur: 110.
FH – Þróttur 4:0
1:0 Margrét Brynja Kristinsdóttir 13.
2:0 Thelma Karen Pálmadóttir 46.
3:0 Ingibjörg Magnúsdóttir 70.
4:0 Thelma Lóa Hermannsdóttir 73.
MM
Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Jónína Linnet (FH)
M
Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
Maya Hansen (FH)
Ingibjörg Magnúsdóttir (FH)
Andrea Rán Hauksdóttir (FH)
Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Deja Sandoval (FH)
Mollee Swift (Þrótti)
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 8.
Áhorfendur: 377.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
