Stór áfangi Íslandsmeistara - líka hjá Kristni og Guðmundi

Gunnar Vatnhamar er Íslandsmeistari og kominn með 350 deildaleiki á …
Gunnar Vatnhamar er Íslandsmeistari og kominn með 350 deildaleiki á ferlinum. mbl.is/Eyþór

Gunnar Vatnhamar, færeyski varnarmaðurinn í Víkingi, náði stórum áfanga á ferlinum um leið og hann varð Íslandsmeistari með liðinu í gærkvöld.

Gunnar lék sinn 350. deildaleik á ferlinum þegar Víkingar sigruðu FH, 2:0, í 25. umferð Bestu deildar karla.

Hann hefur leikið undir merkjum Víkings allan sinn feril, fyrst með Víkingi frá Götu í Færeyjum þar sem hann lék 288 deildaleiki áður en hann gekk til liðs við Víking í Reykjavík fyrir tímabilið 2023.

Þar eru leikirnir nú orðnir 62 og deildaleikir Gunnars samtals orðnir 350.

Kristinn Steindórsson - 200 leikir fyrir Breiðablik í deildinni.
Kristinn Steindórsson - 200 leikir fyrir Breiðablik í deildinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Kristinn Steindórsson lék sinn 200. leik fyrir Breiðablik í efstu deild þegar Blikar unnu Fram 3:1 í gærkvöld.

Hann er fjórði leikmaður Kópavogsfélagsins til að ná þessum áfanga en hinir eru Andri Rafn Yeoman, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson.

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, lék sinn 250. leik í efstu deild á Íslandi þegar Garðabæjarliðið tapaði 3:2 fyrir Val á laugardagskvöldið. Þar af eru 102 fyrir FH, 80 fyrir Breiðablik og 68 fyrir Stjörnuna.

Guðmundur Kristjánsson - 250 leikir í efstu deild á Íslandi.
Guðmundur Kristjánsson - 250 leikir í efstu deild á Íslandi. mbl.is/Ólafur Árdal

Fyrir utan þetta á Guðmundur að baki 100 leiki í norsku úrvalsdeildinni og því samtals 350 leiki í efstu deild á ferlinum.

Andri Rúnar Bjarnason og Eiður Gauti Sæbjörnsson skoruðu báðir í 25. umferðinni og eru í baráttunni um annað og þriðja sætið á markakóngslista Bestu deildarinnar. Þessi eru markahæstir:

18 Patrick Pedersen, Val
13 Aron Sigurðarson, KR
12 Andri Rúnar Bjarnason, Stjörnunni
12 Örvar Eggertsson, Stjörnunni
11 Hrannar Snær Magnússon, Aftureldingu
11 Eiður Gauti Sæbjörnsson, KR
10 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA
10 Nikolaj Hansen, Víkingi
10 Sigurður Bjartur Hallsson, FH
10 Tobias Thomsen, Breiðabliki
10 Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val
10 Viktor Jónsson, ÍA
  9 Vuk Oskar Dimitrijevic, Fram
  9 Valdimar Þór Ingimundarson, Víkingi
  8 Björn Daníel Sverrisson, FH
  8 Helgi Guðjónsson, Víkingi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert