Áfall fyrir andstæðinga Íslands

Viktor Tsygankov verður ekki með úkraínska liðinu á föstudagskvöld.
Viktor Tsygankov verður ekki með úkraínska liðinu á föstudagskvöld. AFP/Jose Jordan

Nokkrir af lykilmönnum úkraínska landsliðsins í fótbolta missa af leiknum við Ísland í undankeppni HM á Laugardalsvelli vegna meiðsla.

Oleksandr Zinchenko leikmaður Nottingham Forest var ekki valinn í hópinn vegna meiðsla og nú hefur Viktor Tsygankov hjá Girona á Spáni einnig dregið sig úr hópnum. Þá verður Oleksandr Tymchyk hjá Dynamo Kíev einnig fjarverandi vegna meiðsla.

Flautað verður til leiks gegn Úkraínu klukkan 18.45 á föstudagskvöld. Ísland leikur svo við Frakkland næstkomandi mánudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert