Fyrir sjö árum unnu Víkingar langþráðan titil í fótboltanum á Íslandi þegar þeir urðu bikarmeistarar karla.
Félagið hafði þá þurft að bíða í 28 ár frá því það varð Íslandsmeistari árið 1991.
Árið 2019 voru komnir heim tveir þrautreyndir landsliðs- og atvinnumenn, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, með þann draum að gera eitthvað skemmtilegt á lokametrum ferilsins með uppeldisfélaginu.
Báðir höfðu þeir unnið titla sem atvinnumenn erlendis og langaði í meira. Bikarsigurinn 2019 var stór áfangi.
Þeir geta horft stoltir til baka í dag. Kári og Sölvi luku ferlinum sem Íslands- og bikarmeistarar með Víkingi haustið 2021. En þeir höfðu ekki lokið störfum sínum fyrir félagið.
Kári hefur síðan leitt Víking sem yfirmaður knattspyrnumála og Sölvi stýrði í fyrrakvöld liðinu til Íslandsmeistaratitils á fyrsta ári sínu sem aðalþjálfari.
Í millitíðinni hafði hann verið í hlutverki aðstoðarþjálfara og lært fræðin af Arnari Gunnlaugssyni.
Í fyrrakvöld vann Víkingur sinn sjöunda stóra titil í karlaflokki á sjö árum, með Kára og Sölva í lykilhlutverkum utan vallar. Fyrir tímabilið 2019 hafði Víkingur unnið sex titla á 99 árum.
Á sama tíma hefur kvennalið félagsins komið sér í fremstu röð og unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil.
Ég hitti marga stuðningsmenn Víkings eftir sigurinn á FH í fyrrakvöld og heyrði á sumum þeirra að þeir væru varla ennþá búnir að meðtaka hversu langt félagið þeirra væri komið. Þeir mega alveg búast við meiru á næstu árum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
