Gylfi bestur í 25. umferðinni - lið umferðarinnar

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru Íslandsmeistarar.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru Íslandsmeistarar. mbl.is/Ólafur Árdal

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Víkings var besti leikmaðurinn í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Gylfi átti mjög góðan leik þegar Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrrakvöld með sigri á FH, 2:0, og fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Hann hefur þar með fengið sjö M samtals í síðustu sjö leikjum sínum með Víkingi, jafnmörg og hann fékk í fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu.

Gylfa þarf ekki að kynna ítarlega fyrir lesendum eftir farsælan feril hans erlendis með Reading, Shrewsbury, Crewe, Hoffenheim, Swansea, Tottenham og Everton.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka