Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Víkings var besti leikmaðurinn í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.
Gylfi átti mjög góðan leik þegar Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrrakvöld með sigri á FH, 2:0, og fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.
Hann hefur þar með fengið sjö M samtals í síðustu sjö leikjum sínum með Víkingi, jafnmörg og hann fékk í fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu.
Gylfa þarf ekki að kynna ítarlega fyrir lesendum eftir farsælan feril hans erlendis með Reading, Shrewsbury, Crewe, Hoffenheim, Swansea, Tottenham og Everton.
Með sigrinum á FH vann Gylfi samt sinn fyrsta stóra titil á ferlinum en hann hafði ekki áður orðið landsmeistari eða bikarmeistari með sínum félögum. Hann hafði aldrei leikið í meistaraflokki á Íslandi áður en hann kom til liðs við Val í fyrra en hefur nú leikið 41 leik í Bestu deildinni og skorað 15 mörk.
Samtals hefur Gylfi nú leikið 462 deildaleiki á ferlinum og skorað í þeim 114 mörk.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
