Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Króatann Vedran Medenjak sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna.
Hann hefur þjálfað 2. flokk Keflavíkur frá árinu 2023 en þar á undan þjálfaði hann hjá yngri flokkum Vals.
Keflavík var spáð sigri í 1. deildinni á síðustu leiktíð en endaði í áttunda sæti og var ákveðið að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir yrði ekki áfram með liðið í kjölfarið.
/frimg/1/60/16/1601662.jpg)