Þvílíkt stoltur að sjá pabba á vellinum

Daníel Tristan Guðjohnsen ræðir við Morgunblaðið.
Daníel Tristan Guðjohnsen ræðir við Morgunblaðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er yngsti sonur fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsens og Ragnhildar Sveinsdóttur.

Hann var tíu ára þegar Ísland lék á lokamóti EM í Frakklandi árið 2016 sem var fyrra af tveimur lokamótum sem karlaliðið hefur spilað á. Eiður kom inn á sem varamaður gegn Ungverjalandi í riðlakeppninni og gegn Frakklandi í átta liða úrslitum.

„Ég man eftir því að hafa verið uppi í stúku og það var sturlað. Þetta var fyrir níu árum, ég var ungur og ég man ekki alveg allt.

Ég man samt flest og það var ógeðslega gaman. Ég var nógu gamall til að fatta hvað var í gangi. Ég var þvílíkt stoltur af því að sjá pabba minn á vellinum,“ sagði hann.

Ítarlegt viðtal við Daníel má nálgast í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert