Verðskuldaður sigur og Stjarnan í fjórða sæti – M-gjöfin

Leikmenn Stjörnunnar fagna marki í gærkvöldi.
Leikmenn Stjörnunnar fagna marki í gærkvöldi. mbl.is/Birta Margrét

Stjarnan fór upp fyrir Víking og Val og upp í fjórða sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með verðskulduðum útisigri á Val, 3:1, í 21. umferðinni í gærkvöldi. 

Stjörnukonur spiluðu mjög vel í leiknum, sköpuðu sér fullt af færum og réðu varnarmenn Vals illa við spræka sóknarmenn Garðbæinga.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir hefur leikið mjög vel undanfarnar vikur og hún hélt uppteknum hætti og skoraði fyrsta markið. Snædís María Jörundsdóttir bætti svo við tveimur mörkum en þess á milli minnkaði Jordyn Rhodes muninn í 2:1.

Birna Jóhannsdóttir átti þátt í öllum mörkum Stjörnunnar og lék mjög vel.

Bridgette Skibe markvörður Stjörnunnar varði vítaspyrnu frá Önnu Rakel Pétursdóttur þegar staðan var 1:0.

Valur – Stjarnan 1:3

0:1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir 29.
0:2 Snædís María Jörundsdóttir 41.
1:2 Jordyn Rhodes 43.
1:3 Snædís María Jörundsdóttir 52.

MM

Birna Jóhannsdóttir (Stjörnunni)

M

Arnfríður Auður Arnarsdóttir (Val)
Jordyn Rhodes (Val)
Helena Ósk Hálfdánardóttir (Val)
Bridgette Skiba (Stjörnunni)
Úlfa Dís Úlfarsdóttir (Stjörnunni)
Snædís M. Jörundsdóttir (Stjörnunni)
Margrét Lea Gísladóttir (Stjörnunni)
Sandra Hauksdóttir (Stjörnunni)

Dómari: Guðni Páll Kristjánsson – 9.
Áhorfendur. Um 70.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert