Jónína Linnet, bakvörður FH, var besti leikmaður 21. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Jónína átti mjög góðan leik fyrir FH þegar liðið vann stórsigur gegn Þrótti úr Reykjavík, 4:0, og fór um leið langleiðina með það að tryggja sér annað sæti deildarinnar og þar með Evrópusæti.
Bakvörðurinn lagði upp tvö mörk í leiknum, fyrir Thelmu Karen Pálmadóttur á 46. mínútu og fyrir Ingibjörgu Magnúsdóttir á 70. mínútu en Jónína fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum.
Jónína, sem er einungis 18 ára gömul, er uppalin í Hafnarfirðin en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH 22. apríl á síðasta ári, þá 16 ára gömul, í 1:0-sigri gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Hún var í byrjunarliði Hafnfirðinga í leiknum en alls lék hún 21 leik með liðinu í efstu deild á síðustu leiktíð. Í ár hefur hún leikið 11 leiki með liðinu í Bestu deildinni en alls á hún að baki 32 leiki í efstu deild. Þá á hún að baki 19 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.