Líður vel á líkama og sál

Andri Fannar Baldursson er í stóru hlutverki hjá Kasimpasa í …
Andri Fannar Baldursson er í stóru hlutverki hjá Kasimpasa í Tyrklandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferill Andra Fannars Baldurssonar, landsliðsmanns í fótbolta, er loksins kominn á fullt eftir erfið undanfarin ár.

Andri byrjaði ungur að spila fyrir aðallið Bologna á Ítalíu en náði ekki að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu. Í kjölfarið fór hann að lán til nokkurra félaga, þar sem gekk misvel að fóta sig.

Miðjumaðurinn er nú loks kominn á góðan stað en hann var keyptur til Kasimpasa í Tyrklandi fyrir tímabilið og þar er hann í stóru hlutverki.

„Það var kominn tími á það og það gengur vel. Fyrstu þrír leikirnir voru ekki eins og við vildum en það hefur gengið vel í síðustu leikjum.

Við höfum verið að rífa okkur upp töfluna og ég er að spila allar mínútur. Mér líður vel í líkamanum og andlega líka. Leiðin liggur bara upp á við,“ sagði hann.

Mjög góð tilfinning

Andri tekur mikinn þátt í leikjum liðsins og fær traust frá þjálfaranum.

„Ég tek mikinn þátt í uppbyggingu sókna og á sama tíma að stöðva sóknir andstæðinganna. Ég fæ að stjórna leikjunum svolítið og það er rosalega gaman. Ég finn fyrir trausti frá þjálfaranum, sem er mjög góð tilfinning.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert