Mesta bull sem ég hef upplifað

Andri Fannar ræðir við mbl.is.
Andri Fannar ræðir við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er mjög skemmtilegt líf en á sama tíma öðruvísi,“ sagði Andri Fannar Baldursson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við mbl.is um lífið í Istanbúl þar sem hann leikur með Kasimpasa í efstu deild Tyrklands.

„Fótboltamenningin þarna er rosaleg og það er mikil ástríða. Lífið snýst um fótbolta,“ sagði hann. Hjá Kasimpasa er allt til alls og fá leikmenn hótelsvítu til afnota á meðan þeir eru á mála hjá félaginu.

„Ég er kominn með íbúð en þetta verður alltaf mín svíta á meðan ég er á samningi þarna. Það er mjög gott að geta slakað á fyrir og eftir æfingar og eftir leiki, þar sem allt er til alls.“

Andri Fannar kann vel við sig í hinni afar líflegu Istanbúl.

„Það er mikið um að vera í stórborginni Istanbúl. Mér líður samt ótrúlega vel þarna, þetta er geggjuð borg og allt til alls. Þetta er nýtt og spennandi ævintýri,“ sagði Andri.

Tyrkir eru þekktir fyrir að vera með einstaklega mikil læti þegar fótbolti er annars vegnar.

„Að spila á Galatasaray-vellinum er mesta bull sem ég hef upplifað. Ég gerði það með Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra en á eftir að gera það í deildarleik,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert