Neisti í landanum

Arnar Gunnlaugsson segir Sævari Atla Magnússyni, Andra Lucasi Guðjohnsen og …
Arnar Gunnlaugsson segir Sævari Atla Magnússyni, Andra Lucasi Guðjohnsen og Bjarki Steini Bjarkasyni til í leik Íslands gegn Frakklandi í París. Ljósmynd/Alex Nicodim

Uppselt er á báða heimaleiki íslenska karlalandsliðsins á Laugardalsvelli gegn Úkraínu og Frakklandi. Fyrri leikur Íslands er gegn Úkraínu á föstudag og með sigri eru okkar menn í kjörstöðu.

Ljóst er að 5:0-sigur gegn Aserbaídsjan, þar sem mættu aðeins tæplega 4.500 manns, og frábær frammistaða Íslands ytra gegn Frakklandi í 2:1-tapi, hefur kveikt neista í landanum.

Arnar Gunnlaugsson talaði um á blaðamannafundi að það væri mikilmennskubrjálæði í þjóðinni. Undirritaður telur það til tekna frekar en að það sé löstur á þjóðarsálinni. Við eigum að hugsa stórt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert