Uppselt er á báða heimaleiki íslenska karlalandsliðsins á Laugardalsvelli gegn Úkraínu og Frakklandi. Fyrri leikur Íslands er gegn Úkraínu á föstudag og með sigri eru okkar menn í kjörstöðu.
Ljóst er að 5:0-sigur gegn Aserbaídsjan, þar sem mættu aðeins tæplega 4.500 manns, og frábær frammistaða Íslands ytra gegn Frakklandi í 2:1-tapi, hefur kveikt neista í landanum.
Arnar Gunnlaugsson talaði um á blaðamannafundi að það væri mikilmennskubrjálæði í þjóðinni. Undirritaður telur það til tekna frekar en að það sé löstur á þjóðarsálinni. Við eigum að hugsa stórt.
Enginn vill hverfa aftur til þess tíma þegar sumir landsliðsmenn mættu með hangandi haus í landsliðsverkefni, sem tíðkaðist að einhverju leyti áður en Svíinn snjalli Lars Lagerbäck tók við liðinu.
Síðast þegar við mættum Úkraínu í Póllandi í umspili fyrir EM 2024 fór sá sem hér ritar á knæpu ásamt félaga til að fylgjast með leiknum.
Fullt var út úr dyrum og langar raðir á barinn. Var því brugðið á það ráð að kaupa aldrei minna en fjóra bjóra í einu þegar röðin loks kom að okkur.
Glæsimark Alberts Guðmundssonar kom Íslandi yfir en Úkraínumenn jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo Mykhailo Mudryk sem slökkti vonir okkar rétt fyrir leikslok.
Téður Mudryk féll á lyfjaprófi í lok síðasta árs og er í keppnisbanni til bráðabirgða. Hann mun því ekki hrella okkur á föstudag.
Nú er lag að hefna fyrir þetta grátlega tap og hirða stigin þrjú.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
