Knattspyrnumaðurinn Oliver Hreiðarsson gengur formlega til liðs við Lokomotiva Zagreb í efstu deild Króatíu í janúar á næsta ári.
Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net en Oliver, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með ÍBV í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabili.
Hann hefur skorað þrjú mörk í 18 leikjum í Bestu deildinni í sumar en Lokomotiva Zagreb er í þriðja sæti efstu deildar Króatíu með 15 stig eftir níu umferðir.
Oliver er uppalinn hjá Þrótti úr Reykjavík en hefur einnig leikið með FH á ferlinum. Alls á hann að baki 79 leiki í efstu deild og 10 mörk.
