Halldór Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í fótbolta.
Þetta tilkynnti KSÍ í dag en Halldór verður einnig aðstoðarþjálfari hjá U17 og U16 ára landsliðum kvenna.
Halldór hóf þjálfaraferilinn árið 2011 og þjálfaði karlalið Tindastóls og Þórs. Hann tók síðan við kvennaliði Þórs/KA árið 2017.
Halldór tók við kvennaliði Tindastóls árið 2022 og lætur af störfum eftir tímabilið en Tindastóll er þegar fallinn úr deildinni. Lokaleikur Halldórs með liðið verður gegn FHL á laugardag.
Halldór hefur einnig stýrt karlaliði Tindastóls og verið aðstoðarþjálfari.
