Myndskeið: Jónatan fór á kostum

Jónatan Ingi Jónsson og Steven Caulker í leik liðanna í …
Jónatan Ingi Jónsson og Steven Caulker í leik liðanna í síðasta mánuði. mbl.is/Birta Margrét

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö lagleg mörk fyrir Val þegar liðið vann góðan 3:2-sigur á Stjörnunni í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta um síðustu helgi.

Jónatan Ingi kom Val í 2:1 eftir glæsilegan sprett og skoraði svo sigurmarkið með laglegu skoti.

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta mark Vals en Andri Rúnar Bjarnason og Guðmundur Baldvin Nökkvason voru á skotskónum hjá Stjörnunni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert