Jóhann Kristinn Gunnarsson er ekki ánægður með tímabil sinna kvenna í Þór/KA en liðið gerði jafntefli við Fram, 1:1, í Boganum á Akureyri í lokaleik liðsins í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld.
Þór/KA hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig en í fyrra gekk liðinu betur og var í fjórða sæti.
Jóhann, spennandi leikur að baki, hver eru fyrstu viðbrögð?
Já, hann var spennandi. Fyrsta jafnteflið á tímabilinu kemur í síðasta leik, er það ekki bara vel við hæfi?
Leikurinn var ekekki gæðamikill og ekki mikil skemmtun. En mér fannst við vera klaufar. Fram gerði mjög margt vel í leiknum, fannst mér, ég er hrifin af þessu sem þær eru að gera.
Þær halda sig í deildinni, tvö sterk lið falla. Bara hrós á þær, fara heim með fjögur stig af okkar heimavelli þetta sumarið. Staðan á okkur, hvar við endum.
Mér finnst það ekki boðlegt að vera að berjast í neðri hlutanum og eigum ekki að vera þar. Það þurfa allir að líta inn á við þar. En hið augljósa er af hverju eru við þarna?
Þegar þú missir sterka pósta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og bætir kannski ekki við. Þá eins og öll hin liðin í deildinni þú bara uppskerð eins og þú sáir,“ sagði Jóhann í samtali við mbl.is.
Þegar þú lítur yfir farinn veg þá ertu ekkert brjálæðislega sáttur við tímabilið í heild?
Ég ætla að svara þessu á tvennan hátt, þessari spurningu. Ég er mjög ósáttur með gengi Þór/KA í sumar og ég tek fullkomlega ábyrgð á því, það er mitt að gera það. Og ég verð að líta í eigin barm með það af hverju okkur gekk ekki betur.
Á hinn bóginn er ég hryllilega sáttur við leikmenn, starfsfólk í kringum liðið, alla þá sem eru að leggja alla þessu vinnu á sig að halda úti liði hér.
Þetta er erfitt, þetta er dýrt og það er verulega mikil samkeppni um leikmenn og eins og þú getur ímyndað þér á Akureyri er erfitt að reka íþróttafélög.
Þannig að þetta er bara mjög erfitt, þess vegna er fólkið í kringum Þór/KA, leikmenn og starfsfólk fær 10 í einkunn frá mér en úrslitin hjá Þór/KA og þar tek ég ábyrgð. PISA könnunin felldi okkur og við þurfum að endurskoða hlutina hvað það varðar.“