Þór/KA tryggði sér sjöunda sætið

Leikmenn Þórs/KA fagna marki sínu í kvöld.
Leikmenn Þórs/KA fagna marki sínu í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni

Þór/KA tryggði sér í kvöld sjöunda sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með jafntefli gegn Fram, 1:1, í lokaumferðinni í Boganum í kvöld. Þór/KA endar í efsta sæti neðri hlutans með 28 stig, tveimur stigum meira en Fram. 

Þrátt fyrir rólegar fyrstu tíu mínútur náðu Framkonur fljótlega að ná stjórn á leiknum. Þær voru duglegar að pressa á heimakonur framarlega á vellinum. Varnarlína Þórs/KA átti í vandræðum með að spila sig út úr pressunni og Framkonur nýttu sér það.

Það var á 35. mínútu sem Lily Farkas kom gestunum yfir. Dominique Bond-Flasza átti sprett upp hægri kantinn og sendi boltann yfir á Unu Rós Unnarsdóttur, sem tók við honum rétt fyrir utan D-bogann. Una lagði boltann út á Lily Farkas, sem kláraði snyrtilega úr vinstri kantinum og kom Fram 1:0 yfir. Framkonur fengu aukinn kraft eftir markið og héldu dampi það sem eftir var af fyrri hálfleiknum.

Þór/KA kom sterkari til leiks í seinni hálfleik. Það var þó ekki fyrr en á 58. mínútu sem heimakonur jöfnuðu. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði glæsilegt mark langt utan af velli og jafnaði metin, 1:1.

Eftir markið gekk boltinn á milli liða en hvorugt þeirra skapaði sér mörg færi. Á síðustu sekúndum leiksins fékk Þór/KA dauðafæri til að tryggja sér sigurinn. Heimakonur áttu fjölmörg skot á markið sem varnarmenn Fram komu í veg fyrir. Ashley Orkus átti svo frábæra lokavörslu sem tryggði gestunum jafntefli í Boganum. 

Þór/KA 1:1 Fram opna loka
90. mín. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka