Íslenska U21-árs landslið karla í fótbolta gerði jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í C-riðli undankeppni EM 2027 í Luzern í Sviss í dag.
Ísland er fjórða sæti riðilsins með tvö stig eftir þrjá leiki en Færeyjar tróna á toppnum með 9 stig eftir fjóra leiki. Sviss er í öðru sætinu með 4 stig eftir tvö leiki og Frakkar í þriðja sætinu með 3 stig eftir einn leik.
Eistland og Lúxemborg reka lestina en Eistland er með 2 stig eftir fjóra leiki og Lúxemborg er með 1 stig eftir tvo leiki.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Benóný Breki Andrésson fékk besta færi fyrri hálfleiks á 19. mínútu þegar hann slapp óvænt einn í gegn eftir mistök í vörn Sviss.
Benóný reyndi að vippa yfir Silas Huber í marki svissneska liðsins en hann hitti ekki markið og boltinn fór rétt framhjá.
Benóný lét aftur að sér kveðja á 29. mínútu eftir frábæra skyndisókn þar sem framherjinn keyrði upp allan völlinn en skot hans, úr þröngu færi, fór framhjá.
Íslenska liðið hóf síðari leikinn af krafti og setti mikla pressu á svissneska liðið, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri og lokatölur því markalaust jafntefli í Sviss.