Grindavík er í leit að þjálfara fyrir meistaraflokk karla í fótbolta en Anton Ingi Rúnarsson og Marko Valdimar Stefánsson munu ekki stýra liðinu áfram.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en þeir Anton og Marko tóku við liðinu eftir að Haraldi Árna Hróðmarssyni var sagt upp störfum undir lok tímabilsins.
Báðir höfðu þeir áhuga á því að halda áfram með liðið sem hafnaði í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 21 stig og rétt slapp við fall.
