Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og verður því áfram þjálfari karlaliðs félagsins út tímabilið 2027.
Hallgrímur tók við sem þjálfari KA undir lok tímabilsins 2022 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins frá árinu 2022, fyrst við hlið Óla Stefáns Flóventssonar og síðar Arnars Grétarssonar.
Hann er 39 ára gamall og var áður landsliðs- og atvinnumaður sem lék með GAIS í Svíþjóð, Sönderjyske, OB og Lyngby í Danmörku. A-landsleikirnir urðu 16 og mörkin þrjú.
Undir stjórn Hallgríms komst liðið alla leið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar sumarið 2023 eftir að hafa hafnað í öðru sæti Bestu deildarinnar árið á undan.
Liðið varð svo bikarmeistari í fyrsta sinn undir stjórn hans sumarið 2024 og lék á ný í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar þar sem það tapaði fyrir Silkeborg frá Danmörku eftir framlengingu.
KA er nú í áttunda sæti Bestu deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið.
