Höfum ekki séð það í langan tíma

Þórir Jóhann Helgason er spenntur fyrir leikjunum tveimur.
Þórir Jóhann Helgason er spenntur fyrir leikjunum tveimur. Ljósmynd/Alex Nicodim

Uppselt er á leiki Íslands við Úkraínu í kvöld og Frakkland á mánudagskvöld í undankeppni HM karla í fótbolta. Tæplega áratugur er síðan seldist upp á tvo heimaleiki í röð hjá íslenska liðinu.

„Það er geggjað að íslenska þjóðin sé að styðja við bakið á okkur og fylla völlinn. Við höfum ekki séð það í langan tíma,“ sagði landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason í samtali við mbl.is.

Íslenska liðið kemur sér í afar vænlega stöðu í baráttunni um eitt af tveimur efstu sætum riðilsins með sigri á Úkraínu í kvöld.

„Við förum í leikinn til að vinna hann. Við mætum með baráttu og dugnað og það er hungur í liðinu til að skila frammistöðu,“ sagði Þórir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert