Komum til baka en klúðruðum því aftur

Jón Dagur Þorsteinsson svekktur í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson svekktur í kvöld. mbl.is/Birta Margrét

„Við vorum klaufar,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður í fótbolta eftir tapið gegn Úkraínu, 5:3, í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

„Þeir skora nánast úr öllum sínum færum og það er erfitt að vinna leik þegar þú færð á þig fimm mörk. Mér fannst við vera með þá þegar við jöfnuðum og mér fannst við líklegri til að vinna í stöðunni 3:3,“ sagði Jón Dagur.

Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki Mikaels Egils Ellertssonar í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki Mikaels Egils Ellertssonar í kvöld. mbl.is/Eyþór

Staðan í hálfleik var 3:1 en Ísland jafnaði í 3:3 áður en Úkraína skoraði tvö mörk á lokakaflanum.

„Allt í einu var staðan orðin 3:1. Við komum til baka en klúðruðum því aftur. Stemningin var þung eftir leik. Við komum með sjálfstraust í leikinn og spiluðum fínt en það vantaði herslumuninn á báðum endum. Núna þurfum við að ná í stig á móti Frökkum og vinna Úkraínu úti,“ sagði Jón Dagur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka