Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt að hægt verði að kaupa miða á leik Íslands gegn Úkraínu í hádeginu í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18.45 en uppselt var á leikinn, sem er liður í undankeppni HM 2026 hjá körlunum.
Í tilkynningu KSÍ segir að miðarnir sem hafi nú losnað væru fráteknir miðar sem gengið hafa til baka til sambandsins.
Miðasalan hefst klukkan 12 á miðasöluvef KSÍ en hægt verður að fara í biðröð á vefnum frá og með klukkan 11.30.
Um mjög takmarkað miðaframboð er að ræða og því ráð að hafa hraðar hendur þegar miðasalan opnar á eftir. Um er að ræða miða í alla verðflokka.
Miðaverð á Ísland - Úkraína:
Svæði 1 - 9.900 kr. (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri)
Svæði 2 - 6.900 kr. (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri)
Svæði 3 - 3.500 kr. (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri)
