„Munum leggja allt í sölurnar“

Albert Guðmundsson á æfingu íslenska liðsins í gær en hann …
Albert Guðmundsson á æfingu íslenska liðsins í gær en hann er klár í slaginn eftir að hafa misst af síðasta leik gegn Frökkum. mbl.is/Eyþór

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta ætlar að leggja allt í sölurnar til þess að knýja fram sigur í kvöld þegar liðið mætir Úkraínu í 3. umferð D-riðils undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli klukkan 18:45.

Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær en Ísland er í öðru sæti riðilsins með 3 stig á meðan Úkraína er í þriðja sætinu með eitt stig. Frakkland trónir á toppnum með 6 stig eða fullt hús stiga en Aserbaísjan er í neðsta sætinu með 1 stig.

Íslenska liðið hóf undankeppnina á stórsigri gegn Aserbaísjan, 5:0, á Laugardalsvelli en tapaði svo naumlega fyrir Frakklandi, 2:1, í París í Frakklandi í 2. umferðinni í septemberglugganum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert