Síðast uppselt út af Ronaldo – núna fyrir okkur

Ísak Bergmann Jóhannesson verður væntanlega í byrjunarliði Íslands í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson verður væntanlega í byrjunarliði Íslands í kvöld. mbl.is/Hulda Margrét

Ísland mætir Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Íslenska liðið kemur sér í vænlega stöðu í sínum riðli með sigri eftir góðan síðasta glugga. Ísland leikur svo við Frakkland á mánudagskvöld og er uppselt á báða leiki.

„Við áttum mjög góðan glugga síðast og vorum nálægt því að ná í fjögur stig. Við spiluðum mjög vel og unnum Aserbaísjan 5:0.

Það er uppselt á báða leikina, sem gerðist síðast árið 2017. Frá því ég kom í landsliðið hefur ekki verið uppselt á tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega spenntur,“ sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson við mbl.is.

Langt er síðan uppselt var á tvo heimaleiki í röð en síðast var uppselt á leik gegn Portúgal.

„Það var uppselt á móti Portúgal út af Ronaldo en núna er uppselt út af okkur. Úkraínuleikurinn er risastór og við ætlum okkur að vinna hann. Það kæmi okkur í mjög góða stöðu.

Með sigri komum við okkur í sex stig og skiljum þá eftir með eitt. Við komum í hefndarhug í þann leik eftir tapið í umspilinu fyrir þeim. Við viljum svara fyrir það núna,“ sagði Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert