Tvær breytingar á byrjunarliði Íslands

Albert Guðmundsson og Mikael Egill Ellertsson eru báðir í byrjunarliðinu.
Albert Guðmundsson og Mikael Egill Ellertsson eru báðir í byrjunarliðinu. mbl.is/Eyþór

Ísland mætir Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Byrjunarlið Íslands hefur verið gert opinbert og gerir Arnar Gunnlaugsson tvær breytingar frá síðasta leik gegn Frakklandi. 

Albert Guðmundsson snýr aftur eftir meiðsli og kemur inn fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon kemur inn fyrir Mikael Anderson. Andri Fannar Baldursson er utan hóps í dag.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Elías Rafn Ólafsson.

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Mikael Egill Ellertsson.

Miðja: Albert Guðmundsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson.

Sókn: Sævar Atli Magnússon, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert