Jafnt hjá stórliðunum á Hlíðarenda

Karitas Tómasdóttir skoraði mark Blika.
Karitas Tómasdóttir skoraði mark Blika. mbl.is/Eyþór

Valur og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, í 22. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Hlíðarenda í dag. Valur er í 5. sæti með 29 stig. Breiðablik hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og er með 53 stig.

Blikar voru sterkari nær allan fyrri hálfleikinn en Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir á 13. mínútu eftir góðan sprett frá Elísu Viðarsdóttur.

Gestirnir úr Breiðabliki sóttu mikið eftir markið og fengu ellefu hornspyrnur í fyrri hálfleik. Það gekk hins vegar illa að skapa mjög gott færi og Tinna Brá Magnúsdóttir stóð fyrir sínu í markinu.

Hinum megin fékk Jasmín Erla Ingadóttir tvö góð færi eftir skyndisóknir en Herdís Halla Guðbjartsdóttir varði vel frá henni og var staðan í hálfleik 1:0.

Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og Karitas Tómasdóttir jafnaði á 48. mínútu er hún reyndi fyrirgjöf frá hægri og boltinn sveif í fjærstöngina og inn.

Leikurinn róaðist töluvert eftir jöfnunarmarkið og hvorugt liðið skapaði sér góð færi næstu mínútur. Valskonur komust næst því að skora. Kayla Burns varði skot Fanndísar í slána um miðjan hálfleikinn og hún varði aftur frá Helenu Ósk Hálfdánardóttir er hún slapp ein í gegn.

Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og liðin skiptu með sér stigunum.

Valur 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) á skalla sem er varinn Fast skot utan teigs en beint á Burns í markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert