Kylian Mbappé kemur ekki til Íslands

Kylian Mbappé meiddist í kvöld.
Kylian Mbappé meiddist í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Kylian Mbappé verður ekki með franska landsliðinu í fótbolta þegar liðið mætir Íslandi í D-riðli undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur.

Það er franski miðillinn L'Equipe sem greinir frá þessu en Mbappé, sem er 26 ára gamall, meiddist í leik Frakklands og Aserbaídsjan í París í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri franska liðsins þar sem Mbappé skoraði fyrsta markið og lagði það næsta upp en hann meiddist á ökkla undir lok leiksins og þurfti að fara meiddur af velli á 83. mínútu.

Í stað þess að ferðast með franska landsliðinu til Íslands mun hann snúa aftur til félagsliðs síns Real Madrid þar sem hann mun gangast undir frekari rannsóknir vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert