Andri Lucas Guðjohnsen missir af leik Íslands gegn Frakklandi í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið.
Andri fékk gula spjaldið í leiknum gegn Úkraínu í gærkvöld og þar sem hann fékk líka gult spjald í leiknum gegn Frökkum í París í september er hann kominn í eins leiks bann í keppninni.
Nafni hans Andri Fannar Baldursson kemur væntanlega inn í hópinn í staðinn en hann var utan hóps í gærkvöld þar sem 24 leikmenn voru valdir fyrir leikina tvo en 23 eru á leikskýrslu í hverjum leik.
