Ray Anthony þjálfar Grindavík

Ray Anthony Jónsson er nýr þjálfari Grindvíkinga.
Ray Anthony Jónsson er nýr þjálfari Grindvíkinga. mbl.is/Sigfús Gunnar

Ray Anthony Jónsson verður næsti þjálfari Grindavíkur í fyrstu deild karla í fótbolta. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld. 

Ray Anthony er fyrrverandi leikmaður Grindavíkur og á að baki 182 leiki í efstu deild fyrir félagið. Ray Anthony á 2 landsleiki fyrir U-21 árs landslið Íslands og 31 leik fyrir A-landslið Filippseyja. 

Hann þjálfarið kvennalið Grindavíkur á árunum 2018 til 2020 og hefur stýrt Reyni Sandgerði undanfarnar þrjár leiktíðir, en Sandgerðingar enduðu í 5. sæti 3. deildar karla í sumar.

Haraldur Árni Hróðmarsson var þjálfari Grindavíkur í fyrstu deildinni í sumar en var látinn taka pokann sinn þegar aðeins tveir leikir voru eftir. Anton Ingi Rúnarsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, og Marko Valdimar Stefánsson, sem var aðstoðarþjálfari Haraldar, tóku við og stýrðu liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins.

3:1 heimasigur gegn ÍR í næstsíðustu umferð dugði Grindavík til að halda sæti sínu í deildinni og kom ekki að sök þó að Grindavík hafi tapað lokaleik sínum 3:0 gegn Njarðvík.

Samkvæmt frétt fótbolta.net vildu þeir félagar halda áfram með liðið en nú er ljóst að svo verður ekki. Marko Valdimar mun starfa áfram fyrir Grindavík en Anton Ingi ekki.

Hann tekur við af Antoni Inga Rúnarssyni og Marko Valdimar Stefánssyni sem stýrðu liðinu síðustu tvo leiki sumarsins og tókst að forðast fall með góðum sigri gegn ÍR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert