Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, talaði hreint út á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni HM sem fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld.
Arnar var ekki sáttur við umfjöllun sumra eftir tap Íslands fyrir Úkraínu, 5:3, á Laugardalsvelli á föstudaginn var. Þrátt fyrir tapið spilaði íslenska liðið á köflum góðan leik og fékk á sig fimm mörk úr sex skotum.
„Menn skrifa um að þetta sé ömurlegt októberkvöld og þar eftir götunum. Það er allt gott og blessað, þið þurfið að selja ykkar blöð og ég skil það mjög vel.
Ég reyni hins vegar að sýna strákunum okkar tölfræði og hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér. Ég veit að 95% af þjóðinni hafa mikið vit á þessari íþrótt og trúa mér líka.
Það er gaman að hlusta á hin fimm prósentin. Gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei, því við töpuðum honum. Við verðum að læra af þessu,“ sagði Arnar.
Torfi Kristján Stefánsson:
Kjaftur á karli!
