Markvörðurinn með bandið á Laugardalsvelli

Mike Maignan verður fyrirliði Frakka á morgun.
Mike Maignan verður fyrirliði Frakka á morgun. AFP/Franck Fife

Markvörðurinn Mike Maginan verður fyrirliði Frakklands í leiknum gegn Íslandi í undankeppni í fótbolta á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Maignan er fyrirliði í fjarveru Kylians Mbappé en hann meiddist í 3:0-sigri Frakka á Aserbaísjan á föstudagskvöldið. 

Maignan er markvörður AC Milan á Ítalíu en hann hefur átt stöðuna í marki Frakka eftir að Hugo Lloris hætti með landsliðinu. 

Á sínum tíma var Lloris fyrirliði, meðal annars þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018. 

Leikurinn hefst klukkan 18.45 annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert