Byrjunarlið Frakklands fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM karla í fótbolta er klárt og er óhætt að segja að um stjörnu prýtt lið sé að ræða.
Stærstu tíðindin eru þau að Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace byrjar frammi í staðinn fyrir Hugo Ekitike hjá Liverpool sem byrjar á bekknum.
Alls eru sjö breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Aserbaídsjan síðastliðið föstudagskvöld.
Byrjunarlið Frakklands:
Mark: Mike Maignan.
Vörn: Jules Koundé, Dayot Upamecano, William Saliba, Lucas Digne.
Miðja: Florian Thauvin, Eduardo Camavinga, Manu Konaté.
Sókn: Michael Olise, Jean-Philippe Mateta, Christopher Nkunku.
