Höfðum engu að tapa

Logi Tómasson með boltann í kvöld.
Logi Tómasson með boltann í kvöld. mbl.is/Eggert Johannesson

„Það er alltaf gaman að spila fyrir framan fulla stúku, þetta var í fyrsti leikurinn minn með fulla stúku á Laugardalsvelli og það var mjög gaman,“ sagði Logi Tómasson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir sterkt 2:2-jafntefli við Frakkland í undankeppni HM á heimavelli í kvöld.

„Þessi leikur spilaðist ágætlega, við náum að halda í sextíu mínútur en svo fáum við á okkur tvö mörk með stuttu tímabili en náðum að sækja mikilvægt stig,“ sagði Logi í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Hvernig var að gíra sig í leikinn eftir þennan skell gegn Úkraínu?

„Það var ekki erfitt, við erum að mæta einu besta landsliði í heimi þannig að við vorum allir mjög peppaðir inni á vellinum og höfðum engu að tapa þannig séð. Það er gaman að spila á móti þessum gaurum, maður sér að þeir eru fljótir að hugsa og það er ekki erfitt að gíra sig upp.”

Logi átti góða innkomu í síðasta leik og var í byrjunarliði í kvöld.

„Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu og ánægður að hafa fengið sénsinn í kvöld, stoltur af minni frammistöðu.”

Er dýrt að taka bara eitt stig úr þessum glugga?

„Vonandi ekki, ætla að vona að við klárum þetta í nóvember.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert