Þór/KA og Fram skildu jöfn, 1:1, í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í Boganum síðastliðinn fimmtudag.
Lily Farkas kom Fram yfir á 35. mínútu en Karen María Sigurgeirsdóttir jafnaði fyrir Þór/KA á 58. mínútu með fallegu marki og þar við sat.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
