Arnar Gunnlaugsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli í kvöld.
Arnar gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 3:5-tapi fyrir Úkraínu á föstudagskvöld.
Daníel Tristan Guðjohnsen kemur inn í liðið í stað bróður síns Andra Lucasar og Logi Tómasson kemur inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson.
Byrjunarliðið (4-4-2):
Mark: Elías Rafn Ólafsson
Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Logi Tómasson.
Miðja: Mikael Egill Ellertsson, Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði), Ísak Bergmann Jóhannesson, Albert Guðmundsson.
Sókn: Sævar Atli Magnússon, Daníel Tristan Guðjohnsen.
