Hluti stuðningsmanna Íslands baulaði þegar vallarþulur á Laugardalsvelli tilkynnti að dómarar leiksins gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gærkvöldi væru frá Ísrael.
Ástandið á Gasasvæðinu hefur vart farið framhjá neinum og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska landsliðsins, spurður á fréttamannafundi hvort honum þætti það viðeigandi að baulað væri á dómara leiksins vegna þjóðernis þeirra.
„Ég bara tók ekki eftir því, því miður. En áhorfendur eru fullorðið fólk að mestu leyti og þeir hafa rétt á að gera það sem þeir vilja,“ svaraði landsliðsþjálfarinn.
Ísland og Frakkland gerðu jafntefli, 2:2, í D-riðli undankeppninnar í gærkvöldi.
Ómar Geirsson:
Gyðingahatur sprettur ekki upp af sjálfu sér.
