Arna Eiríksdóttir, María Catharina Ólafsdóttir Gros, Thelma Karen Pálmadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir koma inn í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina mikilvægu gegn Norður-Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar sem fram fara í lok mánaðarins.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerir alls fimm breytingar á leikmannahópnum frá Evrópumótinu 2025 sem fram fór í Sviss í sumar.
Thelma Karen, María Catharina og Vigdís Lilja eru allar nýliðar í hópnum en þær, ásamt þeim Örnu og Emilíu koma inn í hópinn fyrir þær Guðnýju Árnadóttur, Natöshu Anasi, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur.
Fyrri leikur liðanna fer fram í Belfast þann 24. október og síðari leikurinn á Laugardaslvelli þann 28. október.
Sigurvegari einvígisins heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fellur í B-deild.
Leikmannahópur Íslands:
Markverðir:
Telma Ívarsdóttir - Rangers - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Häcken - 8 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Mílanó - 23 leikir
Varnarmenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby - 17 leikir, 1 mark
Ingibjörg Sigurðardóttir - Freiburg - 78 leikir, 2 mörk
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München - 140 leikir, 12 mörk
Guðrún Arnardóttir - Braga - 55 leikir, 1 mark
Arna Eiríksdóttir - Vålerenga - 2 leikir
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga - 21 leikur
Miðjumenn:
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 29 leikir, 2 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads - 58 leikir, 6 mörk
María Catharina Ólafsd. Gros - Linköping
Katla Tryggvadóttir - Fiorentina - 9 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Inter Mílanó - 57 leikir, 15 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Twente - 25 leikir, 2 mörk
Sóknarmenn:
Thelma Karen Pálmadóttir - FH
Sandra María Jessen - Köln - 57 leikir, 7 mörk
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Anderlecht
Sveindís Jane Jónsdóttir - Angel City FC - 54 leikir, 15 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 52 leikir, 7 mörk
Diljá Ýr Zomers - Brann - 20 leikir, 2 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 8 leikir
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 64 leikir, 4 mörk