Frakkar ósáttir: 45 mínútur af helvíti 

Ísland náði sterku jafntefli við Frakkland í gær eftir að …
Ísland náði sterku jafntefli við Frakkland í gær eftir að Kristian Nökkvi Hlynsson jafnaði í 2:2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Frakkland skildu jöfn, 2:2, í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugardalsvelli í gær.

Franskir miðlar voru margir hverjir allt annað en sáttir við frammistöðu franska liðsins og úrslitin en staðan í hálfleik var 1:0, Íslandi í vil.

Blaðamaður Foot365 skrifaði að fyrri hálfleikurinn hefði verið 45 mínútur af helvíti fyrir franska liðið og lítið hafi gengið í sóknarleiknum.

Þá tekur blaðamaður miðilsins fram að svona geti gerst þegar B-lið þjóðarinnar spilar en nokkuð vantaði í franska liðið vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert