Stig sem gefur góða möguleika - þrír fengu tvö M

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði og fékk tvö M.
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði og fékk tvö M. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnlaugsson getur borið höfuðið hátt ásamt lærisveinum sínum í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir októberleikina tvo í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Arnar og hans menn fengu ekkert út úr Úkraínuleiknum á föstudag þrátt fyrir góða frammistöðu að mörgu leyti en bættu fyrir það með því að hirða óvænt stig af stjörnum prýddu liði Frakka á Laugardalsvellinum í gærkvöld, 2:2.

Tólfan tók víkingaklappið með íslensku landsliðsmönnunum í leikslok. Rúmlega níu þúsund áhorfendur stóðu og klöppuðu þeim lof í lófa á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Það var eins og við værum komin átta til tíu ár aftur í tímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert